07.05.2231.07.22

A symbiotic relationship

Tilraun – Æðarrækt er listrannsókn sem hófst árið 2019. Listamennirnir á sýningunni eru frá Danmörku, Íslandi og Noregi og hafa fjölbreyttan bakgrunn úr hönnun, arkitektúr, myndlist, tónlist, handverki, fatahönnun og sviðslistum.

Æðarfuglinn og æðarbændur hafa þróað einstakt samband sín á milli, byggt á vináttu og gagnkvæmu trausti. Æðarbóndinn ver fuglinn gegn vargi og fær að launum æðardún sem er eitt mest einangrandi efni í heiminum. Æðarfuglinn kemur til sama bóndans ár eftir ár og þróast með þeim ævilangt samlífi fugls og manns. Verkefnið hefur stuðlað að vinnslu nýrra verka, byggðra á æðarrækt, sem er sjálfbær en hörfandi norræn hefð.

Úúúú - úúúú!! Við vonum að þetta verkefni veiti þér innblástur og þú eigir nokkur Úúúú augnablik á sýningunni og næst þegar æðarfugl verður á vegi þínum.

Sýningarstjórar

Hildur Steinþórsdóttir and Rúna Thors