Æðardrottningin

Akrýl dúkur, ál, PVC og æðardúnn.
Skikkja saumuð af Sunnevu Elfarsdóttur

Snemmsumars lítur æðardrottningin yfir landið sitt og sér ábúendurna koma sér fyrir. Varptíminn er hafinn. Hún rúllar upp bleiku hönskunum, ver höfuð sitt með speglakórónunni, grípur stafinn sinn og breiðir út vængina. Hún gengur um landið í leit að verðmætum sem hún safnar í skikkju sína og dregur fána að húni fyrir hvern fugl sem hún finnur. Fyrir ofan hana svífur krían og speglar sig í kórónunni. Drottningin umgengst hreiðrin með umhyggju og virðingu, ver ábúendurna, þau þekkjast.