Land

Vatnslitur, ljósmynd (tekin af Loftmyndum ehf)

Í verkinu Land birtist loftmynd af varplandi æðarfugla, þar sem Bjarki hefur undanfarin ár tekið þátt í dúnleit. Í verkinu reynir hann að „afmá“ mennsk kerfi úr myndinni. Með því móti beinir Bjarki sjónum sínum að togstreitunni sem birtist í því hvernig manngerð kerfi skrifa sig í umhverfið.