Aldrei aftur land

Æðardúnn, rafhlutir, plastefni, málmur, hljóð

Líkt og æðarfuglinn sem býr á höfum úti mestan hluta ævinnar og kemur rétt í land til að liggja á eggjum sínum, þá mun mannkynið þurfa að aðlagast votri veröld, sjávarframtíðinni. Við endimörk neyslusamfélags í endalausu hafinu, myndast ný-frumstæð samfélög umhverfis endurvarpsbaujur, samsettar úr afgöngum hins týnda heims. Fljótandi geimferðalangar í æðardúnseinangruðum flotflíkum enduróma tilvist fuglsins sem hefur kennt þeim svo margt.