Children's room (what we do not see)

Sýningarsalur: Hvelfing

„Þótt tiltekið rými virðist öruggt og friðsælt getur ákveðinn hlutur eða óljós tilfinning afhjúpað dulda ógn (líkt og bjórflöskurnar sem við sjáum í barnaherberginu). Andlegt ofbeldi á börnum er vandamál sem litið er framhjá. Innsetningin endurspeglar misnotkun á börnum.“
– Paarma Brandt

UM LISTAMANNINN

Paarma Brandt er fædd á Grænlandi og uppalin bæði þar og í Danmörku. Í kynlegum myndheimi Brandt hefur vatnslitateikningum verið stillt upp í heimilislegu umhverfi til að vekja þá tilfinningu að eitthvað sé í senn kunnuglegt, óþægilegt og öfugsnúið. Hún fléttar táknheim og goðsagnir Inúíta saman við fagurfræði þekktra ævintýra og nútímalega muni. Brandt útskrifaðist frá listaakademíunni í Árósum sumarið 2019 en starfar nú á vinnustofu sinni á Grænlandi.