Í anda Varp-Eyjólfs
Myndbandsinnsetning, viðarskúlptúr og prent
Í anda Varp-Eyjólfs er innsetning þar sem listamennirnir stilla saman náttúrulegu umhverfi æðarfuglanna og manngerðum tólum til að laða að æðarfugla. Tólin eru innblásin af tækjum sem æðarræktarfrumkvöðullinn Varp-Eyjólfur hannaði á 19. öld.