Apríl, maí
Hljóð (6:42), handprjónuð ull
Maður situr við eldhúsglugga og horfir út á fjörðinn. Hann fylgist með tilhugalífi æðarfugla sem fer fram af nokkurri hörku, sérstaklega þegar haft er í huga hversu rómaður fuglinn er fyrir mýkt fiðurs síns. Háttalag fuglsins þekkir maðurinn orðið býsna vel enda hefur hann tekið dún í eyjum á firðinum í meira en hálfa öld. Dag nokkurn hafa listamenn úr borginni samband og biðja manninn um að lýsa því sem hann sér út um gluggann.