Flags and Centerfolds (2020)

Sýningarrými: Atrium og utandyra (flaggstangir)

Adam Christensen var fenginn til að búa til flögg fyrir Norræna húsið en hugnaðist ekki táknrænt gildi flagga þannig að hann ákvað að vinna út frá persónulegum sjónarmiðum og flagga sjálfum sér sem „trönsu“. Hann lengdi fötin sem hann notar sem klæðskiptingur og bjó þannig til persónulega fána. Í Atrium sýnir hann röð opnumynda og hverfur þannig í ljúfsárri fortíðarþrá aftur til þeirrar tilbeiðslu dægurmenningar sem einkenndi 9. og 10. áratuginn.

UM LISTAMANNINN

Adam Christensen (fæddur 1979) er fjölfaglegur listamaður sem vinnur aðallega með textíl, tónlist og innsetningar, ævinlega á mörkum hversdagslegs lífs og skáldskapar. Hann sækir í eigin reynslu í verkum sínum, reynslu sem einkennist af hversdagsdramatík, sjónarspili heimilislífsins, óvæntum fundum og andlegum og líkamlegum átökum.

Meðal helstu viðfangsefna Christensens eru rými, hvernig þau eru uppbyggð, sett fram og virkjuð; frásagnarleg framvinda ástarsorgar; þrá; minni og sjálfsmynd. Hann býr til „svið“ þar sem hann getur átt í samskiptum við áhorfendur og ritstýrt frásögninni – oft með því að syngja við undirleik harmóniku eða lesa smásögur – og bætir þannig nýjum lögum ofan á sögu í sífelldri þróun.