Um listamenn

Samfélög dýra af mismunandi tegundum eru dýrmæt lexía um okkur sjálf og um heiminn allan sem hjálpa okkur að greina og skilja sjálfhverfa og skaðlega þætti í lifnaðarháttum mannsins. Í nýlegum verkum okkar rannsökum við menningarheima þar sem margar tegundir deila tilvist samtímis. Von okkar er að við getum lært upp á nýtt að mynda samfélög og deila rými með öðrum, hvort sem það eru líkamar, önnur opin rými eða auð svæði, með öðrum dýrum.

Aðferðir okkar eru tilraun að laga sig á merkingabæran hátt að ríkjandi aðstæðum. Hugmyndin um miðjuskerpu er verkfæri sem getur nýst til að finna fótfestu í flæðandi veruleika samtímans. Forsendur miðjuskerpu (focus á latínu merkir m.a. brennidepill eða brennipunktur) eru aðferðir og viðfangsefni sem krefjast einbeitingar, skuldbindingar og færni. Listsköpun sem byggir á miðjuskerpu getur aðeins orðið til í sterkum tengslum við það efni sem kann að vera fyrirliggjandi, sem og þekkingarlagið sem er til á hverjum stað. Þegar best lætur myndast einnig sterk tengsl milli vinnu með staðbundið efni á og sköpun vistfræðilegrar listar. Á meðan við erum að læra á og venjast því að nota ýmiss konar efnivið, tengsl og staði skiptir máli að vera brothætt og háð öðrum.    Aðferðir nabbteeri einkennast af þeim aðstæðum sem eiga við á þeim síbreytilegu staðsetningum þar sem vinnan fer fram. Verk þeirra eru margradda og byggja á oft illskiljanlegum samskiptum og samruna listamannanna og annarra áhrifsþátta. Verk nabbteeri eru lagskiptur vefur sem getur innihaldið hluta sem eru gerðir með þrívíddarlíkanatækni eða annarri stafrænni tækni, en einnig lánað efni, endurunnið efni og endurmótað afgangsefni. Þessi verk eru oft hverful og skipta um form gegnum ferli sem á sér stað á löngum tíma.