In the Stomach of the Predators

Alice Creischer fæddist í Gerolstein árið og lærði heimspeki, þýskar bókmenntir og myndlist í Düsseldorf. Creischer telst til veigamestu listamannanna í þróun pólitískrar listar í Þýskalandi á tíunda áratugnum og tók þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og samsýningum og birti efni í safnritum. Listrænar og fræðilegar áherslur hennar hafa undanfarin 20 ár þróast frá gagnrýni á stofnanir og hagkerfi yfir í áherslu á frumskeið kapítalismans og hnattvæðingarinnar.