How did I get to the bomb shelter
Í Hvelfingu, Norræna húsinu
HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER / Hvernig ég komst í sprengjubyrgið er þverfagleg sýning sjö úkraínskra listamanna í Norræna húsinu, sýningarstjóri er Yulia Sapiha. Í sýningunni kafa listamennirnir djúpt ofan í eigin reynslu af innrás Rússa í Úkraínu, þrána eftir friðsælu lífi, leiðirnar til þess að þrauka af og vonina um framtíðina.
HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER / Hvernig ég komst í sprengjubyrgið leitast við að sýna reynsluheim þessara listamanna sem horfst hafa í augu við stríðið. Stríðstímar snúast um hörku, hatur og ótta en í þeim birtist einnig gegndarlaust hugrekki, samkennd og kærleikur, sem fyrir mörgum varð að „sprengjuskýli“. Í kjölfarið gætum við spurt: Hverjar voru leiðirnar að persónulegu skýli listamannanna?
Verkin skoða þessi viðfangsefni í nokkrum víddum, með því að búa til samtal milli hins nýja veruleika í Úkraínu og reynslunnar sem upp úr honum spratt. Áhorfandinn er dreginn inn í sögu Úkraínu sem opnar fyrir honum þessa upplifun af fyrir og eftir. Eftir stendur spurningin: Hvað verður eftir til þess að endurbyggja og endurskapa þegar stríðinu lýkur? Hvernig er hægt að finna frið á þessum erfiðu tímum og halda voninni um framtíðina lifandi?
Listamennirnir eru: Kinder Album (f. 1982), Mykhaylo Barabash (f. 1980), Jaroslav Kostenko (f. 1979), Sergiy Petlyuk (f. 1981), Olena Subach (f. 1980), Art Group Sviter (f. 1982) og Maxim Finogeev (f. 1987).
HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER/ Hvordan kom jeg I bombeskjul er en multidisciplinær udstilling af værker af syv nutidige ukrainske kunstnere kurateret af Yulia Sapiha og produceret af Nordens hus i Reykjavik. I udstillingen udforsker kunstnere temaer relateret til deres personlige oplevelser af krig under den russiske invasion af Ukraine, længsel efter fred og sikkerhed, deres veje mod overlevelse og håb for fremtiden.
HOW DID I GET TO THE BOMBSHELTER / hvordan kom jeg I bombeskjul forsøger at visualisere erfaringerne fra kunstnere, der har stået ansigt til ansigt med krigen. Krigstid handler bestemt om barskhed, had og frygt, men det handler også om grænseløst mod, empati og en forstærket følelse af kærlighed, som for mange blev et ’bombeskjul’. Vi kan så spørge: Hvilke veje fører til kunstnerens personlige ly?
Værkerne udforsker disse emner i flere dimensioner ved at skabe en dialog mellem den nye omgivende virkelighed i Ukraine og genererede erfaringer fra denne virkelighed. Beskueren kan fordybe sig i Ukraines abstrakte historie og udstillingen gør det muligt at opleve øjeblikket før og efter. Opmuntrende spørgsmål: Hvad kan genoprettes og genskabes, når krigen er forbi? Hvordan finder man fred i disse svære tider og holder håbet i live for fremtiden?
Udstillende kunstnere er: Kinder Album (f. 1982), Mykhaylo Barabash (f. 1980), Jaroslav Kostenko (f. 1979), Sergiy Petlyuk (f. 1981), Olena Subach (f. 1980), Art Group Sviter (f. 1982) og Maxim Finogeev (f. 1987
Listamenn
Olenka Zahorodnyk